Viðskipti erlent

Olían ýtir undir sjálfstæðisferli Grænlendinga

Markmið Grænlendinga um að öðlast fullt sjálfstæði frá Dönum nálgast óðum í takt við hækkandi olíuverð og aukinn áhuga olíufélaga á að vinna olíu við Grænland.

Þetta segir í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir Kuupik Kleist formaður grænlensku heimastjórnarinnar að nýlegur olíufundur undan ströndum landsins hafi sett aukinn kraft í umræðuna um sjálfstæði landsins. Þetta sé markmið Grænlendinga og þeir nálgist það meir og meir á hverjum degi.

„Það er ekki sjálfvirkt ferli að verða efnahagslega sjálfstæður eða að verða sjálfstæð þjóð. Þetta eru tveir ólíkir hlutir," segir Kleist. „En það hjálpar mikið til ef þú ert efnahagslega sjálfstæður."

Talið er að um 31,4 milljarða tunna af olíu sé að finna í norðaustur hluta Grænlands og að 17 milljarðar tunna séu til viðbótar undir sjávarbotninum milli Grænlands og Kanada.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×