Lífið

Leikur hina illgjörnu Ma-Ma

Lena Headey leikur hina illgjörnu Ma-Ma í Dredd. Aðalhlutverkið leikur Karl Urban.
Lena Headey leikur hina illgjörnu Ma-Ma í Dredd. Aðalhlutverkið leikur Karl Urban.

Hin breska Lena Headey hefur verið ráðin í eitt aðalhlutverkanna í hasarmyndinni Dredd. Headey fer með hlutverk hinnar illgjörnu Madeline Madrigal, eða Ma-Ma, sem er leiðtogi gengis sem hefur tekið yfir Peach Tree City-hverfið þar sem meirihluti myndarinnar gerist.

Samkvæmt handritinu á persónan Ma-Ma að vera langt komin á sextugsaldurinn með stórt ör á kinninni og vörinni. Ráðning hinnar 37 ára Headey kemur því mörgum á óvart en hún á vafalítið eftir að skila hlutverkinu með sóma. Headey er þekktust fyrir leik sinn í hasarmyndinni 300 og fyrir aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Terminator: The Sarah Connor Chronicles.



Karl Urban leikur Judge Dredd í nýju myndinni.
Myndinni Dredd er ætlað að fanga bresku teiknimyndasöguna Judge Dredd mun betur en forveri hennar frá árinu 1995. Sú mynd, með Sylvester Stallone í aðalhlutverkinu, hlaut slæmar viðtökur og þótti lítil skemmtun. Með hlutverk Dredds í nýju myndinni fer Karl Urban og leikstjóri er Pete Travis, sem sendi frá sér hina áhugaverðu Vantage Point fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.