Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega 14. janúar 2011 05:30 Beðið eftir úrslitunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um Icesave í fyrra. Hér má sjá stjórnmálaforingja bíða eftir niðurstöðum. Lög Alþingis voru kolfelld. Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira