Handbolti

Aron: Byssan var heit í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Þeir Aron Pálmarsson og Róbert Gunnarsson voru afar hressir eftir sigurinn á Ungverjum í kvöld. Aron var valinn maður leiksins og fékk að launum forláta úr frá Adidas.

Róbert sagðist ekkert vera öfundsjúkur yfir því að hafa ekki unnið úrið.

„Ég var fyrst öfundsjúkur, svo sá ég úrið og þá var ég ekki lengur öfundsjúkur," sagði Robbi við mikla kátínu Arons.

„Þetta stigmagnast. Þetta er flott úr miðað við fyrsta leik en þegar við erum komnir lengra verða úrin flottari. Þá erum við komnir í gullið," sagði Róbert en Aron óttast að vera toppa of snemma og missa af flottu úrunum.

Aron tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og það lá allt inni hjá honum.

„Byssan var heit í dag. Ég ákvað að nýta hvert tækifæri til þess að skjóta í dag," sagði Aron og Róbert tók undir það og hefði augljóslega þegið meiri þjónustu á línunni.

Hægt er að horfa þetta skemmtilega viðtal við strákana í heild sinni hér að ofan.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×