Lífið

Júlli Kemp gerir breska spennumynd

Júlíus Kemp hefur verið ráðinn til að leikstýra breska sálfræðitryllinum Bait. Hann er þó pollrólegur yfir eigin útrás.
Júlíus Kemp hefur verið ráðinn til að leikstýra breska sálfræðitryllinum Bait. Hann er þó pollrólegur yfir eigin útrás.

Júlíus Kemp hefur verið ráðinn leikstjóri breska sálfræðitryllisins Bait. Hann hefur lesið handritið og líst ágætlega á, segir myndina vera í svipuðum anda og Sleepy Hollow eftir Tim Burton, bara aðeins nútímalegri.

„Þetta kom upp á svipuðum tíma og við vorum að klára Reykjavik Whale Watching Massacre fyrir einu og hálfu ári,“ segir Júlíus, sem tekur þessu öllu með stökustu ró og er lítið að æsa sig yfir hugsanlegri útrás sinni. „Maður er ekkert að gera neitt stórmál úr þessu. Þeir eru núna að setja saman leikarahóp og velja tökustaði.“

Fyrirtækið sem Júlíus er í sambandi við heitir NyAC og var stofnað af Phil nokkrum Parker. Hann hafði getið sér gott orð fyrir þróun kvikmynda á borð við Wallace & Gromit en ákváð að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki. Fyrsta mynd fyrirtækisins verður eftir stuttmyndaleikstjórann Michael Baig-Clifford en hann hefur tvívegis verið tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir stuttmyndir sínar.

Samkvæmt kvikmyndavefsíðunni imdb.com er Karl Júlíusson, leikmyndahönnuður Íslands númer eitt, skráður á myndina en Júlíus efast um að hann hafi einu sinni lesið handritið. Eins og Fréttablaðið greindi frá mun Karl hanna leikmyndina fyrir stórmynd Kathryn Bigelow sem Tom Hanks leikur aðalhlutverkið í. Júlíus segist raunar ekkert vita meira um málið, hann bíði bara eftir kallinu og þegar það komi sé hann klár í bátana.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.