Hvert stefnir VG ? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 29. október 2011 06:00 Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar