Innlent

Björn Jörundur kynnir á Eddunni

Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér.
Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér.

„Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2.

„Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk.

Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur."

Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð?

„Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra."

Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×