Lífið

Engin virðing sýnd

Heilsuhraustur. Leikarinn Michael Douglas greindist með krabbamein í hálsi á síðasta ári. Hann hefur náð fullum bata. Hér er hann með eiginkonunni, hinni íðilfögru Catherine Zeta-Jones.nordicphotos/getty
Heilsuhraustur. Leikarinn Michael Douglas greindist með krabbamein í hálsi á síðasta ári. Hann hefur náð fullum bata. Hér er hann með eiginkonunni, hinni íðilfögru Catherine Zeta-Jones.nordicphotos/getty

Stórleikarinn Michael Douglas greindist með krabbamein í hálsi um mitt síðasta ár og gekk í kjölfarið í gegnum stranga lyfjameðferð. Hann hefur nú náð fullum bata og einbeitir sér að því að ná aftur heilsu og fyrri styrk.

Í viðtali við Entertainment Tonight sagði Douglas að honum hefði á stundum þótt pressan ganga of hart fram við að ná myndum af honum á meðan hann var upp á sitt versta. Auk þess hafi verið fjallað um veikindi hans á mjög ónærgætinn hátt.

„Því miður var tíu ára gamall sonur minn eitt sinn að blaða í gegnum eitt slíkt blað í verslun og las þar frétt um að lífslíkur mínar væru litlar,“ sagði leikarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.