Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi 18. apríl 2011 19:30 Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira