Enn snjóar á íslenska knattspyrnuvelli - vallarstjórar svartsýnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 10:51 Víkingsvöllurinn var þakinn snjó í morgun. Mynd/Víkingur Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun blasti við þeim hvít jörð og falla snjókornin enn þegar þessi orð eru skrifuð. Aðeins þrettán dagar eru í fyrsta leik á Íslandsmótinu, Pepsi-deild karla. Vísir hringdi í vallarstjóra þeirra félaga sem eiga heimaleik í fyrstu umferð sem fer fram dagana 1. og 2. maí. Opnunarleikur mótsins fer fram á Kópavogsvelli þegar að Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR en áætlað er að fimm leikir fari fram mánudagskvöldið 2. maí. Helmingur vallanna sem verða notaðir í fyrstu umferðinni eru upphitaðir og líklegt er að leikir geti farið fram á þeim völlum eins og áætlað var. Þetta eru heimavellir Breiðabliks, Vals og Keflavíkur. Hins vegar er útlitið nokkuð svart á óupphituðu völlunum - Fylkisvelli, Víkingsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og alls óvíst hvort að leikir geti farið fram á tilsettum tíma.Fylkisvöllur „Mér líst ekkert vel á þetta," sagði Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvellinum. „Það er bara enn vetur og ekki útlitið fyrir að vorið komi á allra næstu dögum, miðað við spána." „Það hefur svo sem ekki verið mikið frost í jörðinni undanfarna daga en hitastigið í jarðveginum er ekki það mikið að það sé mikið að gerast. Það þarf meiri hita í jörðina til að fá grasið fari að vaxa almennilega. Það hefur eitthvað verið að mjakast undanfarið en ekkert af viti." Hann segir að Fylkisvöllur hafi alltaf verið seinn til, miðað við aðra velli í Reykjavík, og að tíðarfarið hjálpi ekki til. „Það er kaldara hér en til að mynda vestur í bæ. Það er ekki víst að það snjói á KR-völlinn þegar það snjóar hér. Við höfum verið 7-10 dögum á eftir hinum." „Miðað við veðurspána er útlitið ekki gott," sagði Guðmann og mátti heyra á honum að hann væri ekki bjartsýnn á að leikur Fylkis og Grindavíkur gæti farið fram á réttum tíma.Víkingsvöllur „Hér er bara hvítt útlits," sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Völlurinn er mjög blautur og við erum að bíða eftir þurrkutíð," bætti hann við og mátti heyra bæði á honum og fleirum að það væri helsta vandamálið - bleytan. „Við getum ekki farið með nein tæki út á völlinn til að vinna í vellinum og sanda hann. Líkurnar á frestun aukast frá degi til dags." „Við þurfum að fá þurrkutíð og 7-10 stiga hita. En það er bara rigning í kortunum og því lítur þetta ekki nógu vel út." En hann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið á þessum tímapunkti. Þetta muni einfaldlega ráðast mikið af tíðarfarinu á síðustu vikunni í apríl. „Með sama áframhaldi getur það varla talist raunhæft að spila á þessum velli þann 2. maí. Við þurfum bara að sjá til."Vestmannaeyjar „Þetta tók smá kipp fyrir viku síðan þegar það komu smá hlýjindi. Þá varð völlurinn aðeins grænn en það vantar enn nokkuð upp á," sagði Kári Þorleifsson, vallarstjóri Hásteinsvallar. Hann var þó enn bjartsýnn á að leikur ÍBV gegn Fram færi fram á réttum tíma. „En það fer eftir síðustu vikunni fyrir mót. Völlurinn er fljótur að taka við sér ef hann fær rétttar aðstæður. Við ætlum að láta reyna á þetta fram á síðustu stundu. Aðalmálið er að það fari að hlýna aðeins - það er kalt og spáin er þannig fyrir næstu daga."Aðrir vellir Heyra mátti á vallarstjórum Vals og Breiðabliks að hitunarkerfið kæmi að góðum notum við þessar aðstæður. „Völlurinn leit ágætlega út á föstudaginn," sagði Theódór Hjalti Valsson, vallarstjóri á Vodafone-vellinum. „Vandamálið er að hann er allt of blautur og getum við ekkert unnið í honum. Þetta er eitt blautasta vor í manna minnum. Við bárum á hann áburð á daginn en þurfum að bíða eftir þurrkutíð og hlýjindum til að geta unnið frekar í honum eins og þarf að gera." „En ég held að við séum að fara að spila á þessum velli, ekki nema að þetta haldi svona áfram út mánuðinn," sagði hann og átti þá við snjókomuna og kuldann. „Við þurfum nokkra daga með ágætis hita," sagði Jóhann Örn Sveinbjörnsson sem starfar á Kópavogsvellinum. „Við erum með dúk á vellinum núna sem hjálpar til við að halda kuldanum frá. Grasið hefur tekið ágætlega við sér og ég tel að hér verði spilað þann 1. maí." „Þetta lítur þokkalega út," sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins í Keflavík. „Það snjóar aðeins en hefur ekki náð að festa neitt að viti." „Þetta er orðið þokkalegt en völlurinn á þó töluvert eftir. Við erum þó bjartsýnir á að þetta verði klárt í tæka tíð," sagði hann og bætti við að hitakerfið hefði hjálpað mikið til.Viðbrögð KSÍ Heyra mátti á fulltrúum KSÍ í morgun að ekki yrði tekin ákvörðun um frestun leikja á þessum tímapunkti heldur yrði fylgst með þróun mála á völlunum eftir því sem nær dregur fyrstu umferðinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun blasti við þeim hvít jörð og falla snjókornin enn þegar þessi orð eru skrifuð. Aðeins þrettán dagar eru í fyrsta leik á Íslandsmótinu, Pepsi-deild karla. Vísir hringdi í vallarstjóra þeirra félaga sem eiga heimaleik í fyrstu umferð sem fer fram dagana 1. og 2. maí. Opnunarleikur mótsins fer fram á Kópavogsvelli þegar að Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR en áætlað er að fimm leikir fari fram mánudagskvöldið 2. maí. Helmingur vallanna sem verða notaðir í fyrstu umferðinni eru upphitaðir og líklegt er að leikir geti farið fram á þeim völlum eins og áætlað var. Þetta eru heimavellir Breiðabliks, Vals og Keflavíkur. Hins vegar er útlitið nokkuð svart á óupphituðu völlunum - Fylkisvelli, Víkingsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og alls óvíst hvort að leikir geti farið fram á tilsettum tíma.Fylkisvöllur „Mér líst ekkert vel á þetta," sagði Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvellinum. „Það er bara enn vetur og ekki útlitið fyrir að vorið komi á allra næstu dögum, miðað við spána." „Það hefur svo sem ekki verið mikið frost í jörðinni undanfarna daga en hitastigið í jarðveginum er ekki það mikið að það sé mikið að gerast. Það þarf meiri hita í jörðina til að fá grasið fari að vaxa almennilega. Það hefur eitthvað verið að mjakast undanfarið en ekkert af viti." Hann segir að Fylkisvöllur hafi alltaf verið seinn til, miðað við aðra velli í Reykjavík, og að tíðarfarið hjálpi ekki til. „Það er kaldara hér en til að mynda vestur í bæ. Það er ekki víst að það snjói á KR-völlinn þegar það snjóar hér. Við höfum verið 7-10 dögum á eftir hinum." „Miðað við veðurspána er útlitið ekki gott," sagði Guðmann og mátti heyra á honum að hann væri ekki bjartsýnn á að leikur Fylkis og Grindavíkur gæti farið fram á réttum tíma.Víkingsvöllur „Hér er bara hvítt útlits," sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Völlurinn er mjög blautur og við erum að bíða eftir þurrkutíð," bætti hann við og mátti heyra bæði á honum og fleirum að það væri helsta vandamálið - bleytan. „Við getum ekki farið með nein tæki út á völlinn til að vinna í vellinum og sanda hann. Líkurnar á frestun aukast frá degi til dags." „Við þurfum að fá þurrkutíð og 7-10 stiga hita. En það er bara rigning í kortunum og því lítur þetta ekki nógu vel út." En hann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið á þessum tímapunkti. Þetta muni einfaldlega ráðast mikið af tíðarfarinu á síðustu vikunni í apríl. „Með sama áframhaldi getur það varla talist raunhæft að spila á þessum velli þann 2. maí. Við þurfum bara að sjá til."Vestmannaeyjar „Þetta tók smá kipp fyrir viku síðan þegar það komu smá hlýjindi. Þá varð völlurinn aðeins grænn en það vantar enn nokkuð upp á," sagði Kári Þorleifsson, vallarstjóri Hásteinsvallar. Hann var þó enn bjartsýnn á að leikur ÍBV gegn Fram færi fram á réttum tíma. „En það fer eftir síðustu vikunni fyrir mót. Völlurinn er fljótur að taka við sér ef hann fær rétttar aðstæður. Við ætlum að láta reyna á þetta fram á síðustu stundu. Aðalmálið er að það fari að hlýna aðeins - það er kalt og spáin er þannig fyrir næstu daga."Aðrir vellir Heyra mátti á vallarstjórum Vals og Breiðabliks að hitunarkerfið kæmi að góðum notum við þessar aðstæður. „Völlurinn leit ágætlega út á föstudaginn," sagði Theódór Hjalti Valsson, vallarstjóri á Vodafone-vellinum. „Vandamálið er að hann er allt of blautur og getum við ekkert unnið í honum. Þetta er eitt blautasta vor í manna minnum. Við bárum á hann áburð á daginn en þurfum að bíða eftir þurrkutíð og hlýjindum til að geta unnið frekar í honum eins og þarf að gera." „En ég held að við séum að fara að spila á þessum velli, ekki nema að þetta haldi svona áfram út mánuðinn," sagði hann og átti þá við snjókomuna og kuldann. „Við þurfum nokkra daga með ágætis hita," sagði Jóhann Örn Sveinbjörnsson sem starfar á Kópavogsvellinum. „Við erum með dúk á vellinum núna sem hjálpar til við að halda kuldanum frá. Grasið hefur tekið ágætlega við sér og ég tel að hér verði spilað þann 1. maí." „Þetta lítur þokkalega út," sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins í Keflavík. „Það snjóar aðeins en hefur ekki náð að festa neitt að viti." „Þetta er orðið þokkalegt en völlurinn á þó töluvert eftir. Við erum þó bjartsýnir á að þetta verði klárt í tæka tíð," sagði hann og bætti við að hitakerfið hefði hjálpað mikið til.Viðbrögð KSÍ Heyra mátti á fulltrúum KSÍ í morgun að ekki yrði tekin ákvörðun um frestun leikja á þessum tímapunkti heldur yrði fylgst með þróun mála á völlunum eftir því sem nær dregur fyrstu umferðinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira