Innlent

Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings greiðiþrotabúi bankans sex milljónir

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag tvo fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, karlmann og konu, til að greiða þrotabúi bankans um sex milljónir króna, hvor fyrir sig.

Eins og fram hefur komið felldi Kaupþing banki niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu fengið lán fyrir kaupum á hlutabréfum í bankanum, rétt áður en hann hrundi haustið 2008.

Slitastjórn Kaupþings rifti þessum gjörningi og stefndi starfsmönnum bankans til greiðslu á þessum fjármunum. Áður hafa fallið dómar í sambærilegum málum, en alls fengu um sjötíu starfsmenn lán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×