Innlent

Mörg slys rakin til slakra viðgerða á bílum

Alvarlegar afleiðingar margra slysa í umferðinni má rekja til þess að ekki hafi verið rétt staðið að viðgerð á bílum. Alltof margir spara sér pening í stað þess að láta fagaðila gera við ökutæki sem uppfylla öryggiskröfur. Dauðans alvara segir maður sem rannsakað hefur umferðarslys með lögreglu og rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Snorri Konráðsson hefur starfað við að rannsaka bíla sem lent hafa í slysum í samstarfi lögreglu en hún kallar til Snorra ef eignatjón er mikið eða ef fólk hefur slasast alvarlega eða látist.

Hann segir gott dæmi um þetta vandamál vera að ítrekað hafi hann séð að skipt hafi verið um hemlaklossa en ekki annan búnað. Mörgum þyki verkstæði sem gera ríkar öryggiskröfur hreinlega of dýr. Snorri segir jafnframt algengt að illa sé gengið frá framrúðum í bílum. Framrúðan gegni þá ekki hlutverki sínu sem hluti af burðarvirki bílsins.

Hann hvetur því fólk til að gefa ekki afslátt af öryggi ökutækis. Að skipta um framrúðu og annan búnað krefjist þekkingar og fagmennsku. Rétt og fagleg viðgerð á bílum sé dauðans alvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×