Íslenski boltinn

Veðurguðinn heim á Selfoss

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingólfur er miðjumaður og kærkomin viðbót fyrir sterkan leikmannahóp Selfyssinga.
Ingólfur er miðjumaður og kærkomin viðbót fyrir sterkan leikmannahóp Selfyssinga. Mynd/Arnþór
Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur gengið til liðs við Selfoss. Ingólfur hefur verið á mála hjá Víkingum en fengið fá tækifæri í búningi reykvíska félagsins í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.

Ingólfur þekkir hvern krók og kima á Selfossi enda uppalinn í bænum. Hann var hluti af liði Selfoss sem tryggði sér sæti í efstu deild sumarið 2009 og lék með liðinu í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann skoraði meðal annars úr vítaspyrnu í sigurleik gegn KR í Vesturbænum.

Reikna má með því að stemmningin í búningsklefa Selfyssinga minnki ekki við komu Ingólfs enda er hann vinsæll tónlistarmaður og þekktur í skemmtanabransanum sem Ingó Veðurguð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×