Sport

Ólympíuverðlaunahafi framdi sjálfsmorð

Jeret „Speedy“ Peterson, sem vann til silfurverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver á síðasta ári, fannst látinn í gær nærri Salt Lake City í Bandaríkjunum.
Jeret „Speedy“ Peterson, sem vann til silfurverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver á síðasta ári, fannst látinn í gær nærri Salt Lake City í Bandaríkjunum. AFP
Jeret „Speedy“ Peterson, sem vann til silfurverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver á síðasta ári, fannst látinn í gær nærri Salt Lake City í Bandaríkjunum. Talið er að Peterson hafi framið sjálfsmorð en hann var 29 ára gamall. Talsmaður lögreglunnar í Salt Lake City segir að Peterson hafi sjálfur hringt í neyðarlínuna og hann hafi notað skotvopn til þess að taka líf sitt.

Peterson vann til siflurverðlauna á ÓL í Kanada í stökkæfingum í skíðafimi með frjálsri aðferð.

Peterson var tekinn fyrir hraða - ölvunarakstur í Idaho um s.l. helgi og var hann  handtekinn í kjölfarið. Hann var látinn laus gegn tryggingu og atburðarásin eftir það endaði með sorglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×