Enski boltinn

Sergio Aguero mættur í læknisskoðun hjá Manchester City

Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City.
Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City. AFP
Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City en hann hefur leikið með Atletico Madrid á Spáni. Talið er að kaupverðið sé um 38 milljónir punda eða sem nemur um 7 milljörðum kr.

Roberto Mancini knattspyrnustjóri bikarmeistaraliðsins Man City hefur lengi haft augastað á hinum 23 ára gamla Aguero sem hefur verið í herbúðum Atletico Madrid frá árinu 2006. Real Madrid hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Mancini hefur nú þegar fengið tvo leikmenn til Man City í sumar, vinstri bakvörðinn Gael Clichy frá Arsenal, og hinn tvítuga varnarmann Stefan Savic sem frá Svartfjallalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×