Starfslokasamingur sparisjóðsstjóra: „Það á að taka mig af lífi" SB skrifar 1. febrúar 2011 11:52 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu." Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu."
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira