Innlent

Gillz segir nauðgunarásakanir fráleitar

Egill Einarsson.
Egill Einarsson.
Egill Einarsson, eða Gillzenegger, segir ásakanir um nauðgun fráleitar og eingöngu til þess fallnar að sverta mannorð sitt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Egill sendi Vísi fyrir stundu.

Átján ára stúlka hefur kært Egil og unnustu hans fyrir að nauðga sér í síðustu viku.

Orðrétt segir meðal annars í yfirlýsingunni: „Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt."

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Yfirlýsing í tilefni þess að ég og unnusta mín höfum verið kærð til lögreglu vegna nauðgunar.


Það er refisvert að saka fólk ranglega um lögbrot. Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki. Þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar eru fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru. Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt. Af tillitssemi við hlutaðeigandi mun ég ekki tjá mig meira um þessi mál opinberlega að svo stöddu. Ég hef falið lögmanni mínum að kæra viðkomandi fyrir rangar sakargiftir.

Virðingarfyllst

Egill Einarsson


Tengdar fréttir

Par kært fyrir nauðgun - segir kærustuna hafa horft upp á ofbeldið

Par hefur verið kært fyrir nauðgun í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fórnarlambið er átján ára stúlka. Lögregla er með málið til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur parið einnig kært stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Maðurinn var yfirheyrður í dag.

Gillz kærður fyrir nauðgun

Egill Einarsson, kallaður Gillzenegger, hefur verið kærður fyrir nauðgun. Það er Eyjan.is sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×