Út fyrir endimörk alheimsins 2. desember 2011 06:00 Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru…
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar