Enski boltinn

Bolton á eftir Keane

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane í leik með Spurs.
Keane í leik með Spurs.
Bolton er sagt vera á eftir framherjanum Robbie Keane. Félagið vantar sárlega framherja þar sem Johan Elmander er farinn til  Tyrklands og Daniel Sturridge fór aftur til Chelsea.

Keane er enn samningsbundinn Tottenham en krafta hans er ekki óskað á White Hart Lane. Það eru margir menn á undan honum í goggunarröðinni.

Keane var í láni hjá West Ham síðari hluta síðasta tímabils en náði ekki að hjálpa liðinu að forðast fall.

Keane hefur iðulega skorað þar sem hann hefur spilað á sínum ferli. Hann hefur verið hjá Wolves, Coventry, Leeds, Inter, Liverpool og Celtic.

Keane gæti farið upp í kaupverð á Gary Cahill sem mörg félög vilja kaupa frá Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×