Sport

Haye barðist tábrotinn - hættir í október

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haye var mjög sprækur í fyrstu lotunum en gaf svo hraustlega eftir.
Haye var mjög sprækur í fyrstu lotunum en gaf svo hraustlega eftir. nordic photos/afp
Bretinn David Haye greindi frá því eftir tapið gegn Wladimir Klitschko í kvöld að hann hefði barist tábrotinn og það hefði truflað hann mikið.

"Ég vissi að ég gæti ekki farið að öllu afli í bardagann því ég var tábrotinn á hægri fæti. Hún brotnaði á æfingu. Ég hélt að adrenalínið myndi koma mér í gegnum bardagann en mig vantaði orku í hægri fótinn. Það var mjög pirrandi. Wladimir er samt frábær boxari og var mjög útsjónarsamur í þessum bardaga," sagði Haye eftir bardagann.

Þjálfari Haye staðfesti að Bretinn myndi leggja hanskana á hilluna í október. Hann ætlar að taka einn bardaga áður en hann hættir.

Sá bardagi verður líklega gegn annað hvort Wladimir eða Vitali Klitschko.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×