Enski boltinn

Wenger ætlar að fara sér hægt á leikmannamarkaðnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er pollrólegur þó svo verið sé að orða stórstjörnur liðsins við önnur félög þessa dagana. Sjálfur segist hann ætla að fara sér hægt á leikmannamarkaðnum.

Flest bendir þó til þess að Gervinho komi frá Lille og svo er unglingurinn Alex Oxlade-Chamberlain einnig orðaður við Arsenal.

"Það eru allir rólegir í augnablikinu og enginn farinn. Það búast allir við að einhver annar taki fyrsta skrefið. Menn halda þétt um spilin sín," sagði Wenger.

"Það fer enginn almennilega af stað fyrr en í lok júlí og byrjun ágúst. Ég er engu að síður duglegur í símanum og við sjáum hvað setur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×