Enski boltinn

Evra: Verður erfitt fyrir De Gea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. Nordic Photos/AFP
Bakvörðurinn Patrice Evra hefur varað markvörðinn Davd de Gea við því að það verði ekki auðvelt að feta í fótspor Edwin van der Sar.

Margir hafa sínar efasemdir um að hinn tvítugi De Gea muni hafi það sem til þarf að standa á milli stanganna hjá stórliði eins og Man. Utd.

"David er góður markvörður. Við þekkjum hann ekki enn en þrátt fyrir það mun hann fá hlýjar móttökur. Það er ekki auðvelt verk fyrir neinn að leysa mann eins og Edwin af hólmi," sagði Evra.

"De Gea er framtíð félagsins núna og hann verður að leggja mjög hart að sér. Hann mun samt fá sitt tækifæri og stuðning til þess að standa sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×