„Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, eftir leikinn.
„Ég veit ekki hvort þetta er einhver sviðsskrekkur í okkur en við verðum að fara mæta tilbúnir í verkefnin. Liðið þarf allt að gyrða sig í brók eftir þennan leik.
„Vandamál okkar er alveg frá fremsta til aftasta manns og við vorum bara eins og aumingja hér í kvöld“.
