Viðskipti erlent

Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta

Mynd úr safni
Breska tískuvörukeðjan Jane Norman var í morgun tekin til gjaldþrotaskipta. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1.600 starfsmönum sagt upp. Jane Norman rak verslanir meðal annars á Englandi, Skotlandi og Danmörku. Auk þess reka Hagar eina verslun  á Íslandi, í Smárlindinni. Sú verslun er enn opin.

Kaupþing og Baugur keyptu verslunina árið 2005 fyrir ríflega 117 milljónir punda, sem eru 22 milljarðar króna á núvirði.

Samkvæmt Reuters reynir endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper  nú að selja verslunarkeðjuna en Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð í keðjuna sem var hafnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×