Innlent

Bandaríska skipið Eagle leggst að höfn í Reykjavík

Strangæsluskipið Eagle, þrímastra seglskip.
Strangæsluskipið Eagle, þrímastra seglskip. Mynd/bandaríska strandgæslan
Bandaríska strandgæsluskipið Eagle mun leggjast að Miðbakka í Reykjarvíkurhöfn klukkan tíu á morgun, þriðjudaginn 28. júní. Skipið, sem er þrímastra seglskip, hefur hér viðkomu á siglingu sinni til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því það var smíðað.

Skipið verður opið almenningi og boðið verður upp á ókeypis skoðunarferðir um skipið á eftirfarandi tímum:

28. júní frá klukkan 13.00 til 19.00.

29. júní frá klukkan 10.00 til 17.00.

30. júní frá klukkan 10.00 til 19.00.

Eagle, sem var smíðað í Þýskalandi árið 1936, silgdi upphaflega undir nafninu Horst Wessel í þýska flotanum áður en Bandaríkjamenn tóku skipið sem stríðsskaðabætur í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari.

Skipið er 295 feta (90 metra) langt og er stærsta seglskip sem siglur undir bandarískum fána auk þess sem það er eina rásilgda skipið í þjónustu bandarískra stjórnvalda. Segl skipsins eru rúmlega tvö þúsund fermetrar og reiðinn um tíu kílómetrar en skipið hefur þjónað sem fljótandi kennslustofa fyrir verðandi foringja strandgæslunnar síðan 1946.

Hægt er að fylgjast með sumarsiglingu Eagle á Facebook síðu skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×