„Ég var bara mjög ánægður með liðið í kvöld," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.
„Við náðum að rúlla liðinu mikið og margir fengu að spreyta sig. Við sýndum síðan flottan karakter í lokin með því að vinna leikinn, en við fórum aldrei út í þennan leik með það hugafar að ætla okkur að velja andstæðing í undanúrslitunum. Þriðja umferðin var frábær hjá okkur en við fáum 13 stig af 14 mögulegum. Það hefur verið nokkuð mikið basl á okkur með meiðsli í vetur en við erum alveg klárir í úrslitakeppnina," sagði Kristján að lokum.
