Innlent

Huðnan Snotra bar tveimur höfrum

Hafrarnir tveir undan Snotru og Kletti
Hafrarnir tveir undan Snotru og Kletti Mynd: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Huðnan Snotra varð fyrst huðna að bera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þetta árið. Hún bar tveimur gráflekkóttum höfrum 5. apríl. Snotra sinnir móðuhlutverkinu vel en hafurinn Klettur sem er faðir kiðlinganna fylgist með úr hæfilegri fjarlægð.

Nemendur í 6. bekk Korpuskóla voru staddir í vinnumorgni í garðinum þegar Snotra bar. Krakkarnir fylgdust spennt með milli þess sem þau sinntu morgunverkum í útihúsunum af stakri prýði. Burðurinn gekk vel og Snotra kom kiðlingunum í heiminn án aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×