Masters: Sagan segir að Luke Donald eigi ekki möguleika Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 10:45 Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. AP Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta. Keppendur eru ekki mikið að stressa sig yfir þessu par 3 holu móti þar sem að börn þeirra og jafnvel foreldrar eru kylfuberar. Donald, sem er í fjórða sæti heimslistans, lék holurnar 9 á 5 höggum undir pari eða 22 höggum. Jafnir í öðru sæti var sigurvegari Mastersmótsins árið 2009, Angel Cabrera frá Argentínu, og Raymond Floyd sem sigraði á Mastersmótinu árið 1976. Donald var ánægður með sigurinn og virðist hann vera í góðu standi fyrir mótið. „Það er alltaf góð tilfinning að slá boltann nálægt holu með fleygjárnunum. Ég gerði það í dag og á þessum velli eru mörg högg mjög lík þeim sem við þurfum að slá úti á Augusta vellinum," sagði Donald en besti árangur hans á Mastersmótinu er 3. sætið árið 2005. Þetta var í 51. sinn sem mótið fer fram en Sam Snead var sá fyrsti sem vann mótið árið 1960. Eins og áður segir hefur það aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 mótinu hafi staðið uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu líka. Floyd hefur komist næst því en hann tapaði í bráðabana árið 1990 gegn Nick Faldo en Floyd sigraði á par 3 holu mótinu það sama ár. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á par 3 holu mótinu í fyrra en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu 2010. Oosthuizen gerði aðeins betur á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews í fyrra þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta. Keppendur eru ekki mikið að stressa sig yfir þessu par 3 holu móti þar sem að börn þeirra og jafnvel foreldrar eru kylfuberar. Donald, sem er í fjórða sæti heimslistans, lék holurnar 9 á 5 höggum undir pari eða 22 höggum. Jafnir í öðru sæti var sigurvegari Mastersmótsins árið 2009, Angel Cabrera frá Argentínu, og Raymond Floyd sem sigraði á Mastersmótinu árið 1976. Donald var ánægður með sigurinn og virðist hann vera í góðu standi fyrir mótið. „Það er alltaf góð tilfinning að slá boltann nálægt holu með fleygjárnunum. Ég gerði það í dag og á þessum velli eru mörg högg mjög lík þeim sem við þurfum að slá úti á Augusta vellinum," sagði Donald en besti árangur hans á Mastersmótinu er 3. sætið árið 2005. Þetta var í 51. sinn sem mótið fer fram en Sam Snead var sá fyrsti sem vann mótið árið 1960. Eins og áður segir hefur það aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 mótinu hafi staðið uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu líka. Floyd hefur komist næst því en hann tapaði í bráðabana árið 1990 gegn Nick Faldo en Floyd sigraði á par 3 holu mótinu það sama ár. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á par 3 holu mótinu í fyrra en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu 2010. Oosthuizen gerði aðeins betur á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews í fyrra þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira