Innlent

Næsti áfangi í viðræðum Íslands og ESB hefst í sumar

Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir að næsti áfangi í aðildarviðræðum Íslands og sambandsins gætu hafist í júní í sumar.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá Fule um málið frá því í gærdag. Fule segir mögulegt að næsta skref verði stigið þann 27. júní.

Tímasetningin sé þó í bjartsýnara lagi en Fule telur að hún fái staðist þar sem báðir aðilar séu sammála um að halda áfram að þróa aðild Íslands að sambandinu.

Fule segir að lykilatriðið í næsta áfanga viðræðnanna verði að ná niðurstöðu í landbúnaðar, umhverfis og sjávarútvegsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×