Viðskipti erlent

Portúgalir biðja ESB formlega um fjárhagsaðstoð

Bráðabirgðastjórn Jose Socrates í Portúgal hefur formlega beðið Evrópusambandið (ESB) um fjárhagsaðstoð. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Socrates í gærkvöldi. 

Í yfirlýsingunni segir að um algert neyðarúrræði sé að ræða,  efnahagur landsins er í stórhættu og því verði ekki hjá þessu komist. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti því yfir skömmu seinna að beiðni Portúgal yrði afgreidd með hraði.

Í fréttum erlendra fjölmiðla kemur ekki fram um hve háa upphæð sé að ræða en í frétt BBC segir að sennilega þurfi Portúgalir 80 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×