Aukinn útflutningur er lykill batans 7. apríl 2011 06:00 JP Morgan Chase í London. Í spá sinni gerir bankinn ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.Nordicphotos/AFP Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira