Mannréttindi eign fjármagnseigenda? 7. apríl 2011 05:00 Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar