Innlent

Keppa um tilnefningu til Emmy-verðlauna

Heimildarmynd um íslenska jarðfræði og jarðvísindi verður frumsýnd á National Geographic í Bandaríkjunum í kvöld.
Heimildarmynd um íslenska jarðfræði og jarðvísindi verður frumsýnd á National Geographic í Bandaríkjunum í kvöld.
„Við reiknum með að tugir milljóna muni horfa á frumsýninguna og svo endursýningarnar,“ segir Hinrik Ólafsson hjá kvikmyndafyrirtækinu Pro Film. Í kvöld verður heimildarmyndin Into the Volcano frumsýnd á bandarísku fræðslurásinni National Geographic. Myndin er 50 mínútur að lengd og kryfur íslenska jarðfræði til mergjar. Við sögu koma íslenskir vísindamenn á borð við Harald Sigurðsson og Freystein Sigmundsson, en áhugi á íslenskum eldfjöllum óx gríðarlega þegar Eyjafjallajökull lamaði allar flugsamgöngur í Evrópu.

Myndin er önnur í röðinni um íslenska eldfjallavirkni en fyrri myndin, sem fjallaði bæði um eldgosið á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, naut mikilla vinsælda hjá áhorfendum National Geographic. „Þeir framleiða tugi ef ekki hundruð mynda á ári hverju en völdu engu að síður þessa mynd til að keppa um Emmy-tilnefningu í heimildarmyndaflokknum fyrir sína hönd,“ útskýrir Hinrik.- fgg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×