Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Snorri Baldursson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun