Lánastofnanir á leigumarkað 22. febrúar 2011 07:00 Fasteignir Samráðshópur velferðarráðuneytisins vinnur að endurskipulagningu húsnæðismarkaðarins.Fréttablaðið/Pjetur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigumarkaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hagkvæmur fyrir atvinnu- og efnahagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxtabóta eru þess eðlis að almenningur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá náði húsnæðismarkaðurinn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigumarkaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hagkvæmur fyrir atvinnu- og efnahagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxtabóta eru þess eðlis að almenningur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá náði húsnæðismarkaðurinn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv
Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira