Viðskipti erlent

Ofurútgáfa af Range Rover kostar 50 milljónir

Range Rover verksmiðjurnar munu í næsta mánuði kynna nýja útgáfu jeppans sem ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Þessi ofurútgáfa af jeppanum verður aðeins smíðuð í 500 klæðskerasaumuðum eintökum og reikna má með að kominn götuna á Íslandi kosti gripurinn yfir 50 milljónir kr.

Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að hægt sé að velja á milli V8 4,4 lítra díselvélar eða V8 Supercharged bensínvélar sem kemur jeppanum frá núlli í 100 km hraða á 5,9 sekúndum.

Staðalbúnaður telur m.a. handsaumuð leðursæti, kæli fyrir drykki, tvær iPad tölvur og viðarflísar á gólfum. Við þetta geta svo kaupendur bætt aukaútbúnaði að eigin vali.

Á Bretlandseyjum í dag kostar dýrasti Range Roverinn 85.000 pund. Þessi ofurútgáfa mun kosta frá 130.000 pundum. Óhætt er að ríflega tvöfalda það verð ef Íslendingur vill fá eitt eintak hingað til lands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×