Bretar vilja frysta eigur Mubaraks Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2011 09:57 Mubarak sagði af sér embætti fyrir helgina. Mynd/ afp. Skorað hefur verið á bresk stjórnvöld að frysta allar eigur Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hann á í Bretlandi. Breski fréttavefurinn Daily Mail segir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, leiti nú að miklum verðmætum sem Mubarak og fjölskylda hans komu út úr Egyptalandi í tíð þrjátíu ára ógnarstjórnar Mubaraks. Talið er að eignir Mubaraks nemi um 8300 milljörðum íslenskra króna. Stór hluti þeirra eigna er geymdur í breskum og svissneskum bönkum og í fasteignum í Lundúnum, París, New York, Dubai og hluta Egyptalands. Talsmaður bresku efnahagsbrotadeildarinnar segir í samtali við Daily Mail að mjög líklegt sé að stór hluti eignanna sé í Bretlandi, en ekki sé vitað hve miklar eignir það eru. Svissnesk stjórnvöld tilkynntu að eignir Mubaraks hefðu verið frystar einungis örfáum klukkustundum eftir að hann sagði af sér embætti. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skorað hefur verið á bresk stjórnvöld að frysta allar eigur Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hann á í Bretlandi. Breski fréttavefurinn Daily Mail segir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, leiti nú að miklum verðmætum sem Mubarak og fjölskylda hans komu út úr Egyptalandi í tíð þrjátíu ára ógnarstjórnar Mubaraks. Talið er að eignir Mubaraks nemi um 8300 milljörðum íslenskra króna. Stór hluti þeirra eigna er geymdur í breskum og svissneskum bönkum og í fasteignum í Lundúnum, París, New York, Dubai og hluta Egyptalands. Talsmaður bresku efnahagsbrotadeildarinnar segir í samtali við Daily Mail að mjög líklegt sé að stór hluti eignanna sé í Bretlandi, en ekki sé vitað hve miklar eignir það eru. Svissnesk stjórnvöld tilkynntu að eignir Mubaraks hefðu verið frystar einungis örfáum klukkustundum eftir að hann sagði af sér embætti.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira