Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu 14. febrúar 2011 10:36 Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira