Michael Essien, landsliðsmaður frá Gana, lét íslenska landsliðsmanninn finna fyrir því á lokakafla leiksins sem endaði með markalausu jafntefli. Myndirnar segja allt sem segja þarf.
Essien og Eiður Smári í hörkurimmu

Eiður Smári lét strax finna fyrir sér með hörkutæklingu sem minnti um margt á tilþrif knattspyrnustjórans Mark Hughes á árum áður. Florent Malouda fékk að kenna á því og var Eiður reyndar heppinn að fá ekki gult spjald fyrir þessi tiþrif.
Eiður sýndi svipaða takta örskömmu síðar og hann hefur eflaust vakið athygli knattspyrnustjórans Hughes á þessum stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig.