Handbolti

Brynja: Ætluðum að sýna að við ættum eitthvað í þetta Framlið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynja Magnúsdóttir.
Brynja Magnúsdóttir. Mynd/Vilhelm
Brynja Magnúsdóttir átti góðan leik með HK í kvöld þegar liðið tapaði 32-25 fyrir Fram í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. Brynja var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í leiknum.

HK-liðið var tíu mörkum undir í hálfleik, 19-9, en vann sinn aftur inn í leikinn með því að vinna fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2. HK náði hinsvegar ekki að halda út leikinn og missti Framliðið aftur frá sér á lokakafla seinni hálfleiksins.

„Það kom ekki til greina að hætta í bikarleik. Okkur langaði í Höllina þótt að við höfum spilað mjög illa síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við byrjuðum allt í lagi en svo vorum við að tapa boltanum alltof mikið," sagði Brynja.

„Við ætlum að sýna það að við ættum eitthvað í þetta Framlið og mér finnst við hafa gert það á köflum. Það vantar bara stöðugleika og fleira sem kemur bara með reynslunni. Fram hefur þessa reynslu en ekki við og þær fóru alla leið í fyrra," sagði Brynja.

„Við höfum aldrei komist svona langt í bikarnum. Þetta er líka bæting frá þvi seinast á móti þeim og við höfum verið að bæta okkur í hverjum leik á móti þeim. Mér finnst við vera á uppleið," sagði Brynja að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×