Vettel til í að keppa með Ferrari 16. febrúar 2011 14:37 Sebastian Vettel spjallar hér við Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari og Michael Schumacher, sem ók lengi með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira