Viðskipti innlent

Farice var á barmi gjaldþrots

Uppstokkun lauk rétt fyrir lok síðasta árs þegar ríkið og Landsvirkjun lögðu Farice til ellefu milljónir evra, jafnvirði 1,7 milljarða króna.
Uppstokkun lauk rétt fyrir lok síðasta árs þegar ríkið og Landsvirkjun lögðu Farice til ellefu milljónir evra, jafnvirði 1,7 milljarða króna. Mynd/Anton Brink

Eignarhaldsfélag Farice var með níu milljarða króna skuldir í vanskilum í árslok 2009. Það jafngilti rétt tæpum helmingi allra skulda fyrirtækisins. Eignarhaldsfélagið átti í viðræðum við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu nær allt síðasta ár og var fyrirtækið með kyrrstöðusamning nánast allan tímann.

Uppstokkun lauk rétt fyrir lok síðasta árs þegar ríkið og Landsvirkjun lögðu Farice til ellefu milljónir evra, jafnvirði 1,7 milljarða króna. Á sama tíma samþykktu lánardrottnar að breyta kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé. Við það hurfu Skipti og Vodafone ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku út af hluthafalista Farice. Í þeirra stað komu kröfuhafarnir, Arion banki, Landsbankinn og skilanefnd Glitnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×