Umfjöllun: Hlynur Atli kom Fram úr fallsæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Grindavíkurvelli skrifar 25. september 2011 10:01 Mynd/HAG Fram vann í dag nauman 2-1 sigur á Grindavík í hörðum fallbaráttuslag suður með sjó. Grindvíkingar eru fyrir vikið dottnir niður í ellefta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Orri Gunnarsson kom Fram yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og opnaði það leikinn upp á gátt. Grindvíkingar lögðu meira í sóknarleikinn og uppskáru mark á 66. mínútu er Magnús Björgvinsson skoraði með flottu skoti. Tólf mínútum síðar skoraði þó Fram öðru sinni. Hlynur Atli Magnússon var þar að verki með skalla eftir hornspyrnu. Reyndist það sigurmark leiksins og eru Framarar því komnir með 21 stig. Grindavík er hins vegar enn með 20 stig og er nú í fallsæti. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og fengu bæði lið fær til að klára leikinn. Framarar nýttu sín hins vegar betur og skildi það á milli í dag. Hann fór þó rólega af stað enda mátti hvorugt lið við því að tapa leiknum. Það var því ef til eðlilegt að mark þurfti til að koma þessum leik almennilega í gang. Það mark kom á 25. mínútu. Orri Gunnarsson var þar að verki með hnitmiðuðu skoti eftir slaka hreinsun úr vörn Grindavíkur. Steven Lennon hafði átt ágæta rispu inn í teig heimamanna sem lagði grunninn að markinu. Grindvíkingar settu meiri kraft í sóknarleikinn eftir þetta enda ekkert annað sem dugði til. Jóhann Helgason og Alexander Magnússon áttu báðir ágætar marktilraunir skömmu síðar og í lok hálfleiksins átti Magnús skalla að marki sem var varið í horn. Það voru þó Framarar sem komust næst því að skora eftir fyrsta markið. Sam Tillen tók aukaspyrnu frá hægri kantinum, beint á kollinn á Sam Hewson sem lúrði á fjærstönginni. Boltinn virtist á leiðinni inn þegar að markvörður og fyriliði Grindavíkur, Óskar Pétursson, varði glæsilega frá honum og hélt sínum mönnum þar með inni í leiknum. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, mátti ekki vera minni maður og varði stórglæsilega frá Óla Baldri Bjarnasyni á 56. mínútu. Stuttu síðar fékk hann þungt höfuðhögg en hélt að lokum áfram, þó svo að hann hafi greinilega verið vankaður. Grindavík lék undan vindi í seinni hálfleik og settu mikinn þunga í sóknarleikinn. Þeir létu skotin dynja á Ögmundi og hafnaði boltinn í netinu eftir eitt slíkt. Magnús var þar að verki með frábæri skoti sem Ögmundur átti ekki möguleika í að verja. Framarar vöknuðu við þetta og leikurinn snerist þeim í hag þegar um 20 mínútur voru eftir. Grindavík sótti áfram stíft og skildi eftir mikið pláss fyrir sóknarmenn Fram sem heimamenn áttu í stökustu vandræðum með. Gestirnir fengu í kjölfarið fjölda færa til að skora en létu Óskar ávallt verja frá sér. Hann kom þó engum vörnum við þegar að Hlynur Atli skallaði hornspyrnu Sam Tillen í netið. Framarar gáfu fá færi á sér eftir þetta, biðu þolinmóðir eftir að leikurinn væri flautaður af og fögnuðu eðlilega vel og innilega í leikslok. Grindvíkingar geta þó sjálfum sér um kennt með værukærum varnarleik eftir að jöfnunarmarkið kom. Þeir eru nú í fallsæti og eiga erfiðan útileik í Vestmannaeyjum fyrir höndum í lokaumferðinni. Fram hoppaði upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum.Grindavík – Fram 1-2Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 16–10 (10-6)Varin skot: Óskar 4 – Ögmundur 9Hornspyrnur: 6–9Aukaspyrnur fengnar: 12–11Rangstöður: 4–1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Fram vann í dag nauman 2-1 sigur á Grindavík í hörðum fallbaráttuslag suður með sjó. Grindvíkingar eru fyrir vikið dottnir niður í ellefta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Orri Gunnarsson kom Fram yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og opnaði það leikinn upp á gátt. Grindvíkingar lögðu meira í sóknarleikinn og uppskáru mark á 66. mínútu er Magnús Björgvinsson skoraði með flottu skoti. Tólf mínútum síðar skoraði þó Fram öðru sinni. Hlynur Atli Magnússon var þar að verki með skalla eftir hornspyrnu. Reyndist það sigurmark leiksins og eru Framarar því komnir með 21 stig. Grindavík er hins vegar enn með 20 stig og er nú í fallsæti. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og fengu bæði lið fær til að klára leikinn. Framarar nýttu sín hins vegar betur og skildi það á milli í dag. Hann fór þó rólega af stað enda mátti hvorugt lið við því að tapa leiknum. Það var því ef til eðlilegt að mark þurfti til að koma þessum leik almennilega í gang. Það mark kom á 25. mínútu. Orri Gunnarsson var þar að verki með hnitmiðuðu skoti eftir slaka hreinsun úr vörn Grindavíkur. Steven Lennon hafði átt ágæta rispu inn í teig heimamanna sem lagði grunninn að markinu. Grindvíkingar settu meiri kraft í sóknarleikinn eftir þetta enda ekkert annað sem dugði til. Jóhann Helgason og Alexander Magnússon áttu báðir ágætar marktilraunir skömmu síðar og í lok hálfleiksins átti Magnús skalla að marki sem var varið í horn. Það voru þó Framarar sem komust næst því að skora eftir fyrsta markið. Sam Tillen tók aukaspyrnu frá hægri kantinum, beint á kollinn á Sam Hewson sem lúrði á fjærstönginni. Boltinn virtist á leiðinni inn þegar að markvörður og fyriliði Grindavíkur, Óskar Pétursson, varði glæsilega frá honum og hélt sínum mönnum þar með inni í leiknum. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, mátti ekki vera minni maður og varði stórglæsilega frá Óla Baldri Bjarnasyni á 56. mínútu. Stuttu síðar fékk hann þungt höfuðhögg en hélt að lokum áfram, þó svo að hann hafi greinilega verið vankaður. Grindavík lék undan vindi í seinni hálfleik og settu mikinn þunga í sóknarleikinn. Þeir létu skotin dynja á Ögmundi og hafnaði boltinn í netinu eftir eitt slíkt. Magnús var þar að verki með frábæri skoti sem Ögmundur átti ekki möguleika í að verja. Framarar vöknuðu við þetta og leikurinn snerist þeim í hag þegar um 20 mínútur voru eftir. Grindavík sótti áfram stíft og skildi eftir mikið pláss fyrir sóknarmenn Fram sem heimamenn áttu í stökustu vandræðum með. Gestirnir fengu í kjölfarið fjölda færa til að skora en létu Óskar ávallt verja frá sér. Hann kom þó engum vörnum við þegar að Hlynur Atli skallaði hornspyrnu Sam Tillen í netið. Framarar gáfu fá færi á sér eftir þetta, biðu þolinmóðir eftir að leikurinn væri flautaður af og fögnuðu eðlilega vel og innilega í leikslok. Grindvíkingar geta þó sjálfum sér um kennt með værukærum varnarleik eftir að jöfnunarmarkið kom. Þeir eru nú í fallsæti og eiga erfiðan útileik í Vestmannaeyjum fyrir höndum í lokaumferðinni. Fram hoppaði upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum.Grindavík – Fram 1-2Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 16–10 (10-6)Varin skot: Óskar 4 – Ögmundur 9Hornspyrnur: 6–9Aukaspyrnur fengnar: 12–11Rangstöður: 4–1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira