Innlent

Réttað í fjóra daga yfir hrottum

Viktor Már Axelsson leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Viktor Már Axelsson leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fyrirtaka fór fram í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir hrottalega árás á 64 ára gamlan karlmann, eiginkonu hans og dóttur í Reykjanesbæ í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar var meðal annars ákveðið að verja fjórum dögum í aðalmeðferð málsins, sem þykir óvanalega langur tími fyrir sakamál.

Mennirnir sem um ræðir heita Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson. Þriðji maðurinn Agnar Líndal, er ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum og fjölskyldu þeirra lífláti.

Axel og Viktor eru einnig ákærðir fyrir að innheimta skuld sem þeir töldu barnabarn mannsins í Reykjanesbæ skulda sér. Maðurinn var staddur fyrir utan hús sitt og var að setja kornabarn dóttur sinnar inn í bíl þegar piltarnir réðust að honum. Var honum hótað lífláti með hnífi auk þess sem hann var kýldur í andlit og ítrekað sparkað í líkama hans og höfuð.

Piltarnir afplána nú fangelsisdóm vegna þáttar síns í Barðastrandarmálinu svokallaða þar sem gengið var í skrokk á öldnum úrsmiði og honum haldið föngnum á heimili sínu.

Axel Karl hefur áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mannrán, en þá var hann aðeins 16 ára gamall. Aðalmeðferð í málinu fer fram 31.janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×