Aron: Ánægður með stóran sigur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2011 21:54 Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24. „Fyrir leikinn var þetta spurning um hugarfar. Þetta var karakters próf fyrir okkur. Að vera algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það er oft þannig þegar maður spilar við lið sem hefur verið spáð neðsta sæti í deildinni og er með sterkan heimavöll þá getur þetta verið stórhættulegt og þá sérstaklega miðað við þann leik sem við sýndum gegn Fram síðast,“ sagði Aron. „Ég er ánægður með að við náum að klára þetta svona stórt. Við höldum einbeitingu og Birkir var að berjast allan tímann í markinu þó hann hafi dottið niður kannski í tíu mínútur. Hann hélt mönnum á tánum og það sama á við Matta (Matthías Árna Ingimarsson) í vörninni. Heilt yfir leit liðið vel út þó ég hefði viljað sjá einn eða tvo aðeins skarpari og með betra hugarfar. Það komu bara aðrir í staðinn eins og Tóti (Þórður Rafn Guðmundsson), hann kom sterkur upp í dag og Einar Pétur í horninu og svo vona ég að Tjörvi sé kominn meira í gang með að vera líka hættulegur sjálfur. Það er mikilvægt, það er ekki nóg að geta bara sett liðið upp. Hann sýndi það í dag að hann getur verið hættulegur,“ sagði Aron sem er strax farinn að hugsa um næsta leik. „Næst eigum við mjög erfitt verkefni gegn Akureyri á Ásvöllum. Undirbúningurinn fyrir það byrjar strax. Það þýðir ekkert að stíga upp til skýanna eins og eftir leikinn gegn HK. Það er erfiðast í þessu að ná stöðugleika og það líka í leikjunum. Þegar menn eru komnir þrem yfir fara menn kannski að gera eitthvað allt annað í stað þess að halda aganum. Það er það sem við erum að berjast við í öllum leikjum og á æfingum líka. Vonandi verða framfarir í því í leik frá leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24. „Fyrir leikinn var þetta spurning um hugarfar. Þetta var karakters próf fyrir okkur. Að vera algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það er oft þannig þegar maður spilar við lið sem hefur verið spáð neðsta sæti í deildinni og er með sterkan heimavöll þá getur þetta verið stórhættulegt og þá sérstaklega miðað við þann leik sem við sýndum gegn Fram síðast,“ sagði Aron. „Ég er ánægður með að við náum að klára þetta svona stórt. Við höldum einbeitingu og Birkir var að berjast allan tímann í markinu þó hann hafi dottið niður kannski í tíu mínútur. Hann hélt mönnum á tánum og það sama á við Matta (Matthías Árna Ingimarsson) í vörninni. Heilt yfir leit liðið vel út þó ég hefði viljað sjá einn eða tvo aðeins skarpari og með betra hugarfar. Það komu bara aðrir í staðinn eins og Tóti (Þórður Rafn Guðmundsson), hann kom sterkur upp í dag og Einar Pétur í horninu og svo vona ég að Tjörvi sé kominn meira í gang með að vera líka hættulegur sjálfur. Það er mikilvægt, það er ekki nóg að geta bara sett liðið upp. Hann sýndi það í dag að hann getur verið hættulegur,“ sagði Aron sem er strax farinn að hugsa um næsta leik. „Næst eigum við mjög erfitt verkefni gegn Akureyri á Ásvöllum. Undirbúningurinn fyrir það byrjar strax. Það þýðir ekkert að stíga upp til skýanna eins og eftir leikinn gegn HK. Það er erfiðast í þessu að ná stöðugleika og það líka í leikjunum. Þegar menn eru komnir þrem yfir fara menn kannski að gera eitthvað allt annað í stað þess að halda aganum. Það er það sem við erum að berjast við í öllum leikjum og á æfingum líka. Vonandi verða framfarir í því í leik frá leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira