Reynst erfitt að fá kort til líffæragjafar 6. október 2011 07:15 Geir gunnlaugsson „Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
„Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira