Innlent

Kvótafrumvarpið mun hafa áhrif á stöðu útgerða

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný fiskveiðistjórnunarlög að veruleika á næsta ári mun það hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu útgerða og banka sem þjónusta þær. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ.

Heildarlán Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans til íslenskra útvegsfyrirtækja nema 268 milljörðum króna. Friðrik segir að LÍÚ sé að láta endurskoðendur fara yfir nýja frumvarpið til að hægt sé að meta áhrifin nákvæmlega. Samkvæmt frumvarpinu verður óbein veðsetning í kvóta bönnuð frá og með haustinu 2012 en í gildandi lögum hefur óbein veðsetning kvótans verið heimiluð í gegnum skipið sem kvótinn er bundinn í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×