Hatur punktur is Svavar Gestsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun