Enski boltinn

Víkingurinn Harry reið til sigurs fyrir Ferguson

Ferguson sigurreifur.
Ferguson sigurreifur.
Sigurvilji Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, er heimsþekktur og hann sættir sig ekki við neitt annað en sigur alls staðar. Líka á skeiðvellinum.

Skotinn verður sjötugur á gamlársdag og hann fékk snemmbúna afmælisgjöf er hesturinn hans, Harry The Viking, vann keppni í Doncaster í dag.

Knapi hestsins var sem fyrr Daryl Jacob en hann hefur lengi verið í vinnu hjá Ferguson og þykir afar snjall knapi.

Svo er spurning hvað leikmenn United færa stjóranum í afmælisgjöf en United á leik á afmælisdegi stjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×