Enski boltinn

Hunt: Við verðum bara líka að fara að hópast að dómurunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nenad Milijas fær hér rauða spjaldið.
Nenad Milijas fær hér rauða spjaldið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stephen Hunt, verðandi liðsfélagi Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá Wolverhampton Wanderers, segir að leikmenn Úlfanna verði að gera meira af því að reyna að hafa áhrif á dómarana í leikjum sínum. Hann var mjög ósáttur með hvernig Arsenal-menn hópuðust að dómaranum og "pöntuðu" rauða spjaldið á Nenad Milijas í jafntefli liðanna í vikunni.

Serbinn Nenad Milijas fékk rauða spjaldið á 75. mínútu á móti Arsenal í kjölfar þess að fjölmargir leikmenn Arsenal-menn höfðu umkringt dómarann Stuart Attwell og heimtað rautt spjald á Milijas fyrir brot á Mikel Arteta. Skömmu áður hafði Alex Song sloppið með gult spjald fyrir að sparka tvo leikmenn Wolves niður með sekúndu millibili.

„Svona gera bara allir þessa dagana og við ættum kannski að reyna að verða betri í þessu en öll hin liðin. Við höfum ekki hagað okkur svona og erum að tapa á því. Við ættum því að byrja á þessu eins og allir aðrir," sagði Stephen Hunt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×